Sören Holmberg

Sören Holmberg prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Gautaborg var gestur Spegilsins á mánudag en hann starfar einnig við rannsóknarstofnun sem sinnir rannsóknum á kosningarhegðun í Evrópusambandinu.  Fram kom í viðtalinu við Holmberg að stuðningur við aðild Svíþjóðar að ESB hefur farið vaxandi eftir að landið kaus að ganga í sambandið árið 1994.  Nú eru ríflega fimmtíu prósent Svía fylgjandi aðild og eru hægri menn dyggustu stuðningsmenn sambandsaðildar eða 73%.   Gamli bændaflokkurinn í Svíþjóð styður aðild einnig dyggilega og um fimmtíu prósent vinstri manna.  Það vekur þó athygli að aðeins 43% Sósíal demókratar eru stuðningsmenn aðildar að ESB í dag, en það voru einmitt þeir sem sóttu um aðild á sínum tíma.

Það kom fram í máli Sörens að áður voru það eldri kynslóðin sem studdi aðild en nú sé lítill munur á milli aldurshópa.  Hins vegar sé það svo að ef ætti að greina hinn ,,týpíska“ Evrópusinni í Svíþjóð í dag myndi það vera hægrisinnaður borgarbúi sem hefur sótt sér menntun, les blöðin og fylgist með samfélagsmálum.

Hér má hlusta á viðtal við Sören Holmberg í Speglinum