Já Ísland hefur sent úthlutunarnefnd Alþingis lokaskýrslu um ráðstöfun 13,5 milljóna styrks til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu um Evrópusambandið.

Skýrslan til Alþingis er ítarleg og gerð nákvæm grein fyrir öllum útgjaldaliðum í samræmi við skilyrði fyrir úthlutun styrksins. Já Ísland annaðist umsýslu fyrir styrkþegana: Sterkara Ísland, Evrópusamtökin og Unga Evrópusinna.

Styrkurinn var eins og áður segir 13,5 milljónir og var honum öllum ráðstafað til þeirra verkefna sem ætlað var. Nokkur tilfærsla varð milli einstakra verkþátta og var hún í fullu samráði við úthlutunarnefndina. Alls var kostnaður við þessi verkefni 13.521.997 eða nánast á áætlun. Umframkostnað greiddi Já Ísland.

YFIRLIT RÁÐSTÖFUNAR STYRKJA

Kynning á helstu sjónarmiðum

Styrkur:
Sterkara Ísland

Ráðstöfun:
Auglýsingagerð, birtingakostnaður og ljósmyndataka vegna auglýsinga í útvarpi, sjónvarpi, á vef og í dagblöðum

Útgjöld:
4.983.000
—–
Landsbyggðarfundir

Styrkur:
Sterkara Ísland

Ráðstöfun:
Flug, salarleiga, prentun auglýsinga vegna fræðslufunda og blaðið Sveitin prentað í sjö þúsund eintökum

Útgjöld:
1.532.499
—–
Grafísk skýringamyndbönd

Styrkur:
Sterkara Ísland

Ráðstöfun:
Hönnun og tölvuvinnsla  Hvernig leikur krónulánið þig og Ef við hefðum haft evru

Útgjöld:       500.000
—–
Blað um Evrópumál

Styrkur:
Evrópusamtökin

Ráðstöfun:
Unga Evrópa 40 þúsund eintök.
Ritstjórn, prentun, hönnun, ljósmyndir, merking og dreifing

Útgjöld:
3.818.475
—–
Fróðleiksfundir

Styrkur:
Evrópusamtökin

Ráðstöfun:
Auglýsingagerð, birtingar, prentun, upptaka funda, salarleiga o.fl

Útgjöld:
1.290.623
—–
Ungt fólk og ESB

Styrkur:
Ungir Evrópusinnar

Ráðstöfun:
Myndbandagerð: klipping, kvikmyndataka,  handrit og leikur.
http://www.youtube.com/channel/UCvLysToMAt_GyHbBd54DD7w

Ferðakostnaður vegna heimsókna í framhaldsskóla um allt land

Útgjöld:
1.397.400