555107_10151500223539890_1339009574_nEvrópuskóli Samfylkingarinnar kynnir:

Allt sem þú vilt vita um ESB… og meira! – Hvað getur ESB gert fyrir þig?

Opin fræðslukvöld um Evrópusambandið þriðjudagana 12. og 19. mars.

Létt og skemmtileg fræðslukvöld um Evrópusambandið og hverju aðild Íslands muni breyta fyrir okkur Íslendinga. Fræðslukvöldin eru öllum opin og verða haldin í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Reykjavík, Laugavegi 18b (við hliðina á bókabúð Máls og menningar) þriðjudagana 12. mars og 19. mars og hefjast kl. 20.00.

Í kvöld, þriðjudaginn 19. mars, fer fram seinna fræðslukvöldið. Dagskráin er eftirfarandi:

EES-samningurinn og núverandi staða Íslands gagnvart ESB
Dóra Sif Tynes, lögfræðingur

Mýturnar um Evrópusambandið, seinni hluti
Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur og verkefnastjóri hjá JÁ-Ísland

Auðlindir og atvinnulíf til sjávar og sveita
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík

Anna Margrét Guðjónsdóttir, formaður utanríkis- og Evrópumálanefndar Samfylkingarinnar, verður umræðustjóri kvöldsins