Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum, telur hinar skapandi greinar atvinnulífsins muni njóta góðs að aðild Íslands að ESB. Þetta kom fram á kynningarfundi sem haldin var í utanríkisráðuneytinu með ýmsum fulltrúum hinna skapandi greina en þeir eru, meðal annars, listamenn og útgefendur.

Það sem skiptir mestu máli er að landið fengi sæti við borðið þar sem stefna ESB í þessum málum er ákveðin. Stefán nefndi einnig að aðild kæmi sér einkar vel fyrir hinar dreifðu byggðir.

„Í byggðamálum ESB er verið að leggja meiri áherslu á skapandi greinar. Byggðastefnan snýst ekki bara um að byggja nýja vegi heldur um ýmsa nýsköpun. Þetta gæti falið í sér aukna möguleika fyrir skapandi greinar.“

Byggt á frétt Fréttablaðsins