Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, hélt erindi um málstefnu ESB og áhrif hennar á tungu smáþjóða í fundarröð Alþjóðamálastofnunar Evrópa: Samræður við fræðimenn. Í fyrirlestrinum velti Gauti fyrir sér hvaða áhrif innganga myndi hafa á íslenska tungu.

Gauti fullyrti að ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og aðild að ESB.

Tungumálastefna ESB gengur út á að öll aðildarríki geti notað eigið tungumál í opinberri stjórnsýslu. Þetta þýðir að ,,bóndinn í Búlgaríu“ getur talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku, þar sem ræðan er þýdd af túlkum sambandsins.

Sjá nánar frétt í Fréttablaðinu