„Gallinn við EES er að aðilar þess hanga á samning sem þeir hafa engin áhrif á. Maður er aðili að efnahagssamvinnunni en hefur engin áhrif á hana. Þarna er því óþægilegur halli á lýðræðinu.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju viðtali Sigrúnar Davíðsdóttur, tíðindakonu Ríkisútvarpsins í Bretlandi, við Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.

Bildt bætir við að það sé ekki „einfalt að Norðmenn þurfa fylgja því sem Brussel ákveður en fá ekki að sitja við borðið í Brussel þar sem ráðum er ráðið. Það er erfitt að verja þessa stöðu út frá sjónarmiðum lýðræðisins. Þess vegna er aðild klárlega miklu betri.“