Aðalfundur Evrópusamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember n.k. Fundurinn hefst klukkan 17.15 og verður til húsa að Skipholti 50a (húsnæði Já Ísland).

Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi:

1. Hefðbundin aðalfundarstörf.

2. Evrópumaður ársins. Tilkynnt um útnefninguna.

3. „Schengen og alþjóðleg samskipti Íslands“. Jóhann R. Benediktsson, fyrrum sýslumaður á Keflavíkurflugvelli og núverandi framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT, flytur erindi.

Með kveðju,

Stjórn Evrópusamtakanna

Um Evrópusamtökin:

Evrópusamtökin voru stofnuð í maí árið 1995. Þau eru þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópusamvinnu sem vilja stuðla að upplýstum og fordómalausum umræðum á Íslandi um samstarf Evrópuríkja, auk þess að vinna að því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.