Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn boða til aðalfundar þriðjudaginn 23. október næstkomandi, klukkan 17.10.

Daskrá aðalfundarins er eftirfarandi:

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Erindi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um stjórnmálaástandið
3. Umræður

Fundurinn verður haldinn í Skipholti 50a, og mun standa í um einn og hálfan klukkutíma.

Félagsmenn Sjálfstæðra Evrópumanna og þeir sem áhuga haga á að taka þátt í starfinu eru hvattir til þess að mæta.

Um Sjálfstæða Evrópumenn:

Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn var stofnað í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 12. febrúar 2010.

Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Samþykktir félagsins má nálgast hér: http://jaisland.is/um-okkur/sjalfstaedir-evropumenn/#.UIFuQcVg-Ms