Sterkara Ísland/Já Ísland boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 25. september 2012 klukkan 17.15. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Já Ísland í Skipholti 50a. Dagskrá:

Skýrsla liðins starfsárs
Kjör stjórnar
Kjör framkvæmdaráðs

Gestur fundarins verður Þorsteinn Pálsson fv. ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins en hann á sæti í samninganefnd Íslands í viðræðunum við ESB. Þorsteinn mun fjalla um aðildarumsóknina í ljósi pólitískra aðstæðna, hagsmuna og hugsjóna.  Erindi Þorsteins mun hafa yfirskriftina: Makríll og hugsjónir.

Allir félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt.