Stjórn Ungra Evrópusinna boðar til aðalfundar þann 1. nóvember næstkomandi kl. 19.30. Staðsetning verður auglýst síðar.

Framboð til stjórnar Ungra Evrópusinna skulu berast með tölvupósti á netfangið ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is fyrir klukkan 17.00, miðvikudaginn 31. október nk. Lagabreytingatillögur skulu þó berast á sama netfang eigi síðar en fimmtudaginn 25. október nk.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Setning aðalfundar
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Framlagning ársskýrslu.
4. Gjaldkeri kynnir ársreikning.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning í stjórn.
7. Önnur mál – Evrópugleði!

Dagskrá þessi er birt með fyrirvara um breytingar – og sem fyrr segir verður staðsetning auglýst síðar!

Með kveðju,
Stjórn Ungra Evrópusinna