Stjórn Ungra Evrópusinna boðar til aðalfundar þann 18. október næstkomandi. Aðalfundurinn verður haldinn í Skipholti 50a, í húsakynnum Já Ísland, klukkan 20.00.

Við hvetjum fólk til þess að bjóða sig fram í stjórn félagsins með því að senda póst á ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is fyrir klukkan 16.00, mánudaginn 17. október. Lagabreytingatillögur skulu einnig berast fyrir þann tíma.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Skýrsla fráfarandi stjórnar
2. Lagabreytingar
3. Kosning til stjórnar
4. Önnur mál/Fjör

Óvæntur gestur flytur stutt erindi. Léttar veitingar í boði.

Viðburðurinn á facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=295723430454832