Forseti Liháen

Dalia Grybauskaité, forseti Litháen var í Kastljósviðtali á mánudagskvöldið.  Þar fjallaði hún um draum Litháa að ganga í Evrópusambandið sem þjóðin lét rætast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir sjö árum. Aðspurð hvort þjóðin hefði ekki efast um ágæti aðildar fyrir þjóðina svaraði forsetinn að hvorki fyrir né eftir aðild hefði þjóðin í raun efast því enn væri 70% þjóðarinnar fylgjandi aðild.

Rök Litháa voru að þetta snérist um raunverulegt sjálfstæði landsins bæði efnahagslegt og stjórnmálalegu – enn þyrftu Litháar óhjákvæmilega að reiða sig á nágranna sína í austri.  Í því sambandi sé kúgunar aðferðum breytt.  Hún sagði að því hefðu Litháar vilja pólitískt-, efnahagslegt- og félagslegt öryggi sem í aðild fælist. Þjóðin hefði því viljað verða hlutur af hinni evrópsku fjölskyldu.  Það hefði verið takmarkið og það væri enn takmarkið.  Allir stjórnmálamenn þar í landi hefðu verið einhuga um þessi markmið og þjóðin hefði stutt þessi markmið í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB.

Aðspurð um hvort hún teldi ekki hluti að fullveldi Litháenhefði verið fórnað með aðild svaraði hún að henni þætti þvert á móti aðild hefði styrkt fullveldi Litháa. ,,Af því smáþjóðir lifa aðeins af ef þær eru stoltar af uppruna sínum og rækta sögu sína, tungu, menningu og uppruna; allt sem máli skiptir“ En bætti við að þetta snérist ekki um þjóðerndiskennd heldur stolt.  ,,Einmitt í ESB er hver þjóðin annarri frábrugðin. Þetta er bandalag afar ólíkra þjóða, sem fúsar og frjálsar taka þátt í því og ákveða sjálfar hver þróunin verður. Hver þjóð, jafnvel sú smæsta, eins og Litháen eða Íslendingar, ef þeir vilja, hefur neitunarvald. Og aðeins með þátttöku getið þið haft áhrif og breytt einhverju.

Ef þið eruð fyrir utan getið þið aðeins borið upp umkvartanir, rætt málin og fylgist með – en þið standið úti. En ef þið viljið láta í ykkur heyra á alþjóðavettvangi, hafa áhrif á alþjóðavettvangi er betra að vera einhversstaðar innandyra heldur en að standa fyrir utan.

Sjá viðtalið í heild sinni hér