Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, János Martonyi,utanríkisráðherra Ungverjalands og Stefan Füle stækkunarstjóri ESBÍ dag 27. júní 2011 hófust aðildaviðræður Íslands við Evrópusambandið formlega.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, og Árna Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis fóru á fund með þeim  Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, og Janosar Martonyis, utanríkisráðherra Ungverjalands í dag af þessu tilefni.

Í dag fara Ungverja með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins og því er það í höndum Janosar Maritonyis utanríkisráðherra Ungverjalands að hefja samningaviðræðurnar formlega fyrir hönd ESB með þessum hætti.   Samningaviðræðurnar hefjast á því að opnaðir eru fjórir kaflar. Kaflarnir fjalla um opinber útboð, upplýsingatækni og fjölmiðla, vísindi og rannsóknir og svo menntun og menningu.  Er þá eftir að semja um fimmtán aðra kafla áður en hægt verður að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega aðild Íslands að ESB.

Vegna þessa gleðidags í sögu landsins ætla Evrópusinnar að hittast á B5 – Bankastræti 5 í kvöld klukkan 20.30 – við hvetjum alla að Evrópusinna til að mæta!

Sjá viðburðinn á Facebook hér.