Á morgun, föstudaginn 16. mars, ræðir Kristi Raik, fræðimaður við Alþjóðamálastofnun Finnlands, um aðlögun Finnlands og Eistlands að öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins, í kjölfar aðildar ríkjanna að sambandinu.

Raik skoðar meðal annars hvernig staða ríkjanna tveggja hefur breyst og metur framtíðarhlutverk þeirra í því nýja skipulagi utanríkismála sem Lissabon-sáttmálinn kom á fót.

Fundurinn er í Lögbergi 101 (HÍ) og hefst klukkan 12 á hádegi.

Allir velkomnir.