Var í Berlín í lok síðasta árs og þegar rölt er um strætin í þessu stóra og sterka iðnríki og rætt við Þjóðverja kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sem hvers vegna Íslendingar vilja ekki starfa meir með þessari öflugu þjóð sem hefur lagt langmesta fjármagn til Íslands.

Stjórnmálaflokkar og ýmis samtök á Íslandi hafa fengið mjög færa menn til þess að taka saman ákaflega vandaðar skýrslur um ESB, eins og t.d. Sjálfstæðisflokkurinn fyrir síðasta landsfund. En þegar að fundinum kom fékk skýrslan ekki neina umræðu Þetta er einkennilegt þegar litið er til þess að innan flokksins eru stærstu heilstæðu hóparnir sem eru fylgjandi ESB, þá sérstaklega úr röðum atvinnurekenda í iðnaði og nýtækni.

Þetta verður enn einkennilegra þegar litið er ESB þingsins og ráðherranefndarinnar. Þar eru hægri miðjumenn í meirihluta. Ákvarðanataka innan ESB er ekki tekinn á grundvelli þess að þingmenn tiltekinna þjóða taka sig saman, heldur eru það hægri þingmenn sem mynda stærsta hópurinn þvert á landamæri aðildarlanda, nærst stærsti hópurinn eru sósíaldemókratar og þá grænir hópar.

Maður finnur samsömum við andstöðu íslenskra stjórnmálamanna við ESB í því að vilja ekki kalla samanstjórnlagaþing og breyta stjórnarskrá. Sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast frekar vilja verja áframhaldandi óbreytta stjórnarhætti, og meta samstarf við hagsmunasamtök eins og afskipti af störfum íslenskra stjórnvalda.

Því er haldið að okkur að ESB einkennist af óendanlegum fjölda embættismanna. Staðreyndin er sú að embættismenn hjá ESB eru færri en opinberir starfsmenn hjá hinu örlitla 300 þús. manna samfélagi sem býr á Íslandi.

Á Íslandi eru 37 þús. opinberir starfsmenn. Það eru 491 millj. manns innan ESB og hjá sambandinu eru það 35 þús. starfsmenn, þar af eru 7 þús. túlkar. 1% af fjárlögum aðildarlanda fer til ESB. Innan ESB eru 40% af auðlegð heimsins en þar búa 8% af heimsbyggðinni.

Talað er um að stóru ríkin fari með öll völd. Malta hefur jafnmikil völd og önnur ríki og getur stoppað löggjöf innan ESB. Það getum við ekki þar sem við höfum enga aðkomu að setningu laga og reglugerða. Við myndum fá 20 starfsmenn það eru þingmenn og ráðherra í ráðherraráðið og aðstoðarmenn þeirra.

ESB er ekki með her eins og haldið er fram, það er Nato eins og við vitum sem er samhæfing herja í löndum Evrópu. ESB á ekki neinar auðlindir og stefnir ekki að því að eignast þær, aðildarlöndin halda sínum auðlindum, t.d. Danir og Bretar eiga sínar olíulindir í Norðursjó.

Það er svo margt í málflutning ESB andstæðinga hér heima sem einhvernvegin gengur ekki upp.

Guðmundur Gunnarsson