Þröstur Haraldsson, blaðamaður og fv. ritstjóri Bændablaðsins, skrifaði áhugaverða grein í Fréttablaðið um þau fjölmörgu tækifæri sem aðild að ESB  hefði í för með sér fyrir íslenskan landbúnað. Þröstur gagnrýnir m.a. forystumenn bænda fyrir að forðast að ræða jákvæð áhrif aðildar:

“Það er sorglegt að segja frá því en í röðum forystumanna Bændasamtakanna hefur gætt viðvarandi áhugaleysis á því að bregðast við þróuninni með öðrum hætti en þeim að standa vörð um hið hefðbundna styrkjakerfi í sauðfjár- og kúabúskap og að nokkru leyti grænmetisframleiðslu, auk tollverndar. Menn hafa tekið allt að því trúarlega afstöðu gegn aðild að ESB og safnað síðan rökum gegn henni en bægt frá sér og bændum öllu því sem telja má jákvætt við aðild eða það sem unnið gæti gegn neikvæðum afleiðingum aðildar á íslenskan landbúnað.”

„Ríkjandi málflutningur bændaforystunnar gerir lítið úr þeim fjölmörgu og spennandi möguleikum sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir og er stéttinni engan veginn til sóma. Þetta ættu fulltrúar á Búnaðarþingi sem sett verður á morgun að taka til umræðu.“

Hérna er hægt að lesa greinina í heild sinni.