alþjAlþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir tveimur áhugaverðum fyrirlestrum dagana 3. og 5. apríl n.k., í samvinnu við sendiráð Frakklands á Íslandi og Evrópustofu og styrkur af Jean Monnet sjóði Evrópusambandsins.

Evrópusambandið: Breytilegur samruni eða ein leið fyrir alla?

Á morgun, miðvikudaginn 3. apríl, klukkan mun Vivien Pertusot, forstöðumaður frönsku Ifri hugveitunnar í Brussel (hún er leiðandi á sviði alþjóðamála), og fyrrverandi starfsmaður NATO, fjalla um þær fjölmörgu hugmyndir um það hvort og þá hvernig ríki geta tekið þátt í Evrópusamrunanum með ólíkum og mismiklum hætti.

Umræður af þessu tagi er ekki nýjar af nálinni en eru nú háværari en áður. Óhjákvæmilega gengur tal um mismikla þátttöku í samrunaferlinu þvert á hugmyndina um „sífellt nánara samband“ (e. ever closer union), sem hefur verið lykilatriði í sáttmálum Evrópusambandsins. En „breytilegur samruni“ (e. differentiated integration) er enn óljóst hugtak sem getur leitt okkur í margar áttir. Hvaða leiðir eru færar? Hvað segja þær okkur um framtíð Evrópusambandsins? Og hvaða efnahagslegu og pólitísku áhrif gætu þær haft?

Fundurinn hefst klukkan 12.00 og fer fram í fundarsal Norræna hússins.

Verndarstefna eða frjálshyggja?

Föstudaginn 5. apríl kl. 12-13 í fundarsal Norræna hússins heldur Guillaume Xavier-Bender, sem starfar hjá the German Marshall Fund í Brussel og sér um starf sem snýr að viðskiptum, þróunarsamvinnu og efnahagsmálum. um efnahagsmálin í Evrópu, erindi um efnahagsmálin í Evrópu.

Líklegasta leið Evrópusambandsins til þess að hafa áhrif í utanríkismálum er ef til vill að beita efnhagslegum styrk sínum. Efnahagskrísan hefur ekki minnkað stuðning við opna markaði almennt, en hinsvegar þá hefur komið upp ríkari krafa um að vernda evrópska markaði og samfélög. Með hvaða hætti vinnur Evrópusambandið að framgangi og verndun efnahagslegra og félagslegra gilda sinna í alþjóðakerfinu? Hvaða áhrif hefur hinn sameiginlegi markaður og sameiginleg myntstefna Evrópusambandsins á sýn utanaðkomandi aðila á sambandið? Með hvaða hætti styður stefnumörkun á sviði efnahagsmála og þróunarsamvinnu víðari stefnu á sviði utanríkismála?

Fundirnir eru opnir öllum áhugasömum.