euro2Í næstu viku fara fram tveir áhugaverðir fundir um stöðu evrunnar og framtíð hennar, sem og skuldavanda evruríkjanna.

Evran: Mynt án ríkis. Hver er vandinn? Hverjar eru horfurnar?
Mánudaginn 18. febrúar 2013, í Lögbergi (HÍ), stofu 101, klukkan 12:00

Hagfræðideild Háskóla Íslands og Evrópustofa bjóða til fyrirlesturs Dr. Sixten Korkman. Í fyrirlestri sínum mun hann lýsa kreppunni á evrusvæðinu nú og spyrja: Hvað fór úrskeiðis? Hvað er verið að gera til að rétta kúrsinn af? Hverjar eru framtíðarhorfur evrunnar og evrusvæðisins?

Dr. Sixten Korkman stýrði Research Institute of the Finnish Economy (ETLA) og Finnish Business and Policy Forum (EVA) frá 2005 til 2012. Hann var áður skrifstofustjóri Seðlabanka Finnlands (1983–1988), ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis Finnlands (1989–2005) og framkvæmdastjóri ráðherraráðs ESB (1995–2005). Hann hefur birt greinar og bækur um hagstjórn, þar á meðal bók um efnahagsstefnu ESB.

Hádegisverðarfundur um skuldavanda Evrópuríkja og framtíð evrunnar

Á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga þriðjudaginn 19. febrúar mun Peter Bekx, yfirmaður alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn ESB og lykilmaður í mótun viðbragða ESB vegna skuldavanda evruríkjanna fjalla um breytingarnar á hagstjórn evrusvæðisins frá 2009, stöðuna í dag og hvernig hún gæti orðið eftir tvö ár með tilliti til stöðugleika og trúverðugleika evrunnar.

Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands tekur þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Sigríður Mogensen, hagfræðingur.

Hádegisverðarfundurinn um skuldakreppuna í Evrópu og framtíðar evrunnar verður þann 19. febrúar milli kl.12:00 og 13:00 í Sunnusal á Hótel Sögu. Fundurinn er öllum opinn og hádegisverður er innifalinn í verði sem er 3.500 krónur fyrir félagsmenn og 5.500 fyrir aðra.

Skráning hér