esb-isl2Miklu fleiri Akureyringar vilja fá tækifæri til að kjósa um ESB-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu en hinir sem ekkert slíkt vilja sjá. Þetta kemur fram á vefnum Akureyri Vikublað.

Spurt var í könnun sem Háskólabrú vann í síðasta mánuði: Vilt þú fá tækifæri til að kjósa um inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu? Sögðust tæp 50% svarenda vilja það, fjórðungur vildi það ekki og fjórðungur hafði ekki myndað sér skoðun.

Háskólabrú á Akureyri er samstarfsverkefni Keilis á Reykjanesi og SÍMEY á Akureyri.