Í Fréttablaðinu í dag, þann 10. nóvember, birtist grein eftir Þórð Snær Júlíusson, sem fjallar um efnahagsvandræði evrusvæðisins og þá umræðu sem í gangi er hérlendis um þennan vanda og áhrifin sem hann hefur á Ísland.

Í greininni segir meðal annars:

„Ísland á gríðarlega mikið undir því að framtíðarlausn finnist á skuldavandræðunum og að evrusamstarfið leysist ekki upp. Þeir hagsmunir eru til staðar alveg óháð því hvort við göngum inn í ESB eða ekki. Nánast öll okkar viðskipti eru enda við Evrópu. Það sem af er ári hafa 81,6% af öllum útflutningi Íslendinga ratað inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES). Um 61% af öllum vörum sem við flytjum inn kemur þaðan.“

„Þau vandamál sem evrusvæðið glímir við í dag eru ekki bara vandamál þeirra ríkja sem nota evru sem mynt. Þau eru heldur ekki bara vandamál Evrópu. Þau eru sameiginleg vandamál alþjóðafjármálakerfisins og þurfa að leysast sem slík. Í þeim fasa þurfa öll ríki að taka til í sínum ríkisfjármálum og gera samrekstur íbúa sinna sjálfbæran. Ef það tekst ekki þarf allur heimurinn að glíma við afleiðingarnar. Líka Ísland.“

Greinina má lesa í heild sinni hér: http://visir.is/allt-er-undir/article/2011711109987