Stjórn Ungra evrópusinna hafa sent frá sér ályktun er varðar auglýsingu frá Samtökum ungra bænda sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu síðasta föstudag.

“Ungir evrópusinnar harma tilraun Ungra bænda til að draga umræðu um Evrópumál niður í svaðið með fráleitum hræðsluáróðri um herskyldu á Íslandi.

Ungir evrópusinnar spyrja sig jafnframt hvers vegna Ungir bændur óttast svo mjög málefnalega umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar byggða á staðreyndum en ekki lygum eins og um herskyldu allra Evrópuþjóða.

Ungir evrópusinnar hvetja Unga bændur um til þess að eyða orku sinni og peningum í fræðslu um Evrópusambandið í stað auglýsinga sem ekki eiga að gera neitt annað en að skapa ótta í kringum aðild Íslands að Evrópusambandinu“.