Ný könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Já Ísland í lok janúar sýnir svo ekki verður um villst að stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu vex jafnt og þétt. Það er afar ánægjuleg þróun ekki síst í ljósi stefnu núverandi ríkisstjórnar og tilburðum hennar til þess að sannfæra þjóðina um að aðild sé óráð. Það ætlunarverk mun henni ekki takast.

Andstaða við að slíta aðildarviðræðum er mikil og margar kannanir hafa sýnt að þjóðin vill beina aðkomu að ákvörðun í þessu stóra hagsmunamáli. Það á ekki að neita henni um það.

Í ljósi þessara staðreynda væri skynsamlegt af ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald málsins eins og rúm 22% kosningabærra kröfðust á liðnu vori. Hún á líka þann kost að gera ekkert í málinu.

Könnunin í heild sinni.