Anna Margét Guðjónsdóttir, varaþingmaður, var kosinn Evrópumaður ársins 2010 á aðalfundi Evrópusamtakanna.

Anna Margrét var áberandi í Evrópuumræðunni  í fyrra og sýndi að hún er mikil hugsjónamanneskja sem hefur mikla þekkingu á málaflokknum. Hún er hvergi smeyk við að tjá skoðanir sínar og sýndi það á árinu að hún getur tekist á við miklar áskoranir á þessu sviði.

Þetta var í sjöunda skiptið sem Evrópusamtökin veita þessa viðurkenningu, en í fyrsta sinn sem kona hlýtur þessa viðurkenningu.