Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tók í gær, fimmtudaginn 15. nóvember, við nafnbótinni Evrópumaður ársins, fyrir árið 2011, á aðalfundi Evrópusamtakanna, sem haldinn var í húsnæði samtakanna Já-Ísland, sem Evrópusamtökin eru hluti af.

Á vefsíðu Evrópusamtakanna segir:

„Árni hefur í fjölda ára fjallað um málefni sem tengjast náttúru og umhverfismálum, sem og Evrópumálum. Hann er því vel að nafnbótinni kominn.

Umhverfismál einn af mikilvægustu málaflokkunum sem ESB tekst á við (sem og öll heimsbyggðin), en miklar breytingar hafa orðið í þessum mála flokki á undanförnum árum og áratugum.“

Já Ísland óskar Árna til hamingju með viðurkenninguna!