Framkvæmdastjórn ESB birtir í dag ársskýrslu sína um framvindu aðildarviðræðna við Ísland. Fréttablaðið er með viðtal við finnska sendiherra Evrópusambandsins í tilefni útkomu hennar. Á meðan á aðildarviðræðunum stendur mun framkvæmdastjórninn birta árlega skýrslu um framvindu þeirra.  Sendiherrann á ekki vona á miklum tíðundum í skýrslunni, þar sem ferlið hafi gengið áfallalaust fyrir sig eins og við var að búast.

Eftir helgina hefst hin svokallaða rýnivinna, sem felst í því að fulltrúar bæði Íslands og ESB fara sameiginlega í gegnum löggjöf Íslands og sambandsins til að komast að því hvað nákvæmlega ber á milli. Þessari vinnu lýkur ekki fyrr en í júní á næsta ári samkvæmt áætlun utanríkisráðuneytisins. Þá hefjast hinar eiginlegu aðildarviðræður  Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum.  Gera má ráð fyrir því að mest beri á milli í köflunum um sjávarútsvegsmál, landbúnaðarmál, byggðamál og hvernig gjaldmiðlasamstarfinu verði háttað. Íslendingar hafa nú þegar tekið upp 22 af þeim 35 köflum sem semja þarf um í gegnum EES-samstarfið.