Afar fjölmennur aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna var haldinn í gær, miðvikudag.  Fundurinn ákvað að senda frá sér ályktun þar sem skorað er á forystu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur efstu mönnum í hverju kjördæmi verði fulltrú þeirra sem hafa þá skoðun að Ísland eigi að gerast aðildi að og/eða styðji aðildaviðræður við ESB.  En stór hópur kjósenda Sjálfstæðismanna vill að samningaviðræðum við ESB verði haldið áfram og að þjóðin fái að kjósa um samninginn.

 

 

Sjá ályktun í heild sinni:

„Kannanir sýna að milli fjórðungur og þriðjungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins styður aðild Íslands að Evrópusambandinu og um helmingur flokksmanna vill ljúka viðræðum um aðild og að samningur verði lagður fyrir þjóðina. Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að a.m.k. einn af hverjum þremur efstu mönnum í hverju kjördæmi verði fulltrúi þessara sjónarmiða. Með því móti tryggir forystan að flokkurinn gangi heill til kosninga.“
Ályktunin var einróma samþykkt.


Um Sjálfstæða Evrópumenn:
Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu.