Evrópusambandið opnaði sendiskrifstofu á Íslandi í byrjun árs 2010 í kjölfar þess að Ísland sótti um aðild að ESB.

 

Um langt skeið hefur staðið til að opna kynningar- og upplýsingaskrifstofu ESB á Íslandi eins og gert er í öllum ríkjum sem sækja um aðild. Evrópusambandið rekur slíkar skrifstofur ekki sjálft heldur býður verkefnið út. Það var gert í september 2010 og bárust 11 tilboð víðsvegar að úr Evrópu. Á lokasprettinum voru fimm aðilar um hituna.

 

Í vikunni var greint frá því að Athygli almannatengsl og Media Consulta í Þýskalandi hafi orðið hlutskörpust bjóðenda.

 

   

 

Í útboðslýsingunni kemur fram að verkefnið sem boðið er út er til tveggja ára og að fyrir það verði greiddar 1,4 milljónir evra eða um 280 milljónir samtals miðað við gengi evrunnar þegar þetta er skrifað.

 

Skrifstofunni er meðal annars að bæta og auka þekkingu og skilning Íslendinga á Evrópusambandinu og hvað felst í umsóknarferlinu. Þá verður einnig eitt af verkefnunum að kynna hver gætu orðið áhrifin á Ísland við inngöngu.

 

Ætla má að skrifstofan hafi höfuðstöðvar sínar í Reykjavík en verði með útibúi eða starfsemi á fleiri stöðum.

 

Það er vonum seinna og þess vegna fagnaðarefni að upplýsingaskrifstofa ESB taki til starfa. Upplýsingar og gott aðgengi að þeim er grundvöllur upplýstrar umræðu og forsenda yfirvegaðrar ákvörðunar.