Evrópuvefurinn er upplýsingaveita um Erópusambandið og Evrópumál á vegum Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands. Tilgangur Evrópuvefsins er að veita hlutlægar, málefnalegar og trúverðugar upplýsingar um Evrópusambandið. Á vefnum er meðal annars svarað spurningum sem sendar eru inn.

Nýlega barst vefnum spurningin „Er atvinnuleysi á Spáni Evrópusambandinu að kenna og hverju breytir evran fyrir ástandið?“ Stutta svarið við spurningunni, tekið af vefnum er:

„Aðild Spánar að Evrópusambandinu er ekki talin helsta orsök mikils atvinnuleysisins í landinu en á spænskum vinnumarkaði hefur lengi verið við djúpstæðan kerfisvanda að etja. Þótt hagfræðingar séu almennt sammála um að atvinnuleysið væri eitthvað minna ef Spánn hefði yfir að ráða eigin gjaldmiðli er erfitt að segja að hvaða marki það dygði til að komast fyrir rætur vandans.“

Lengri útgáfuna af svarinu er að finna hér: http://evropuvefur.is/svar.php?id=60501 en í stuttu máli er ekki hægt að kenna Evrópusambandinu um atvinnuleysið á Spáni.