Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og matvælaframleiðandi fjallaði í grein í Fréttablaðinu nýlega um lífrænan landbúnað og þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins. Í greininni segir hún m.a. frá aukinni eftirspurn neytenda eftir lífrænum afurðum og þeim aðgerðum sambandsins  sem miða að því að auka hlutdeild lífrænt vottaðra afurða í matvælaframleiðslu.

„[Evrópusambandið] … kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you“ .

Eygló bendir jafnframt á að stefnumörkun ESB miðaðar af því að stórauka lífræna ræktun:

„Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kringum 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þessari þróun að meðaltali.“