austurvollur

Sjöundi samstöðufundurinn með góðri dagskrá verður laugardaginn 3. apríl kl. 15 – 16.

Daginn áður verða undirskriftir afhentar forseta Alþingis og formönnum þingflokkanna.
Þeim 53.555 undirskriftum verður að fylgja eftir með kröftugum fundi sem verður vonandi sá síðasti til að fylgja þessu máli eftir, a.m.k. í þessari lotu því við komum aftur ef þess þarf!

Dropinn holar steininn.

Eins og fyrri laugardaga verða tónlistaratriði og góðir ræðumenn.

* Hjalti í Múgsefjun hitar upp.
* Fundur settur.
* Hallgrímur Helgason, rithöfundur
* Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður og borgarfulltrúi
* Tónlist: Hallveig Rúnarsdóttir, sönkona og Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanóleikari
* Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor
* Stefán Jón Hafstein, starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar
* Ályktun borin undir fundinn
* Fundi slitið

Mikilvægt er að allir mæti sem geta og láti sem flesta vita.

Facebook atburðurinn er hér.