Um 80 milljónir evrópskra borgara sem sem eiga við einhverja fötlun að stríða eiga ekki að tapa réttindum sínum við að flytja innan ESB-ríkjanna eða ferðast á milli þeirra, samkvæmt áætlun framkvæmdastjórnar ESB um að koma á samevrópskum lögum um réttindi fatlaðra.

Markmiðið er að tryggja aukna þátttöku fatlaðra í samfélaginu, m.a. með því að sammælast um að um alla Evrópu verði aðgengi fatlaðra, m.a.  að opinberum byggingum og almannasamgöngum tryggt. Þá á einnig að tryggja að þau réttindi sem fatlaðir einstaklingar ávinna sér í einu landi haldist, þó þeir flytji á milli landa innan sambandsins.

Sjá áætlun ESB um aukinn réttindi fatlaðra innan sambandsins hér.