Af hverju spyr enginn höfuðandstæðinga Evrópusambandsins af hverju þjóðin má ekki ákveða sig sjálf hvort hún vilji ganga inn í ESB? Nú hefur formaður Vinstri grænna undirstrikað, það sem margítrekað hefur verið bent á að – við erum ekki í aðlögunarferli og styrkir ESB eru engum skilyrðum háð. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar halda þeir Jón Bjarnasson og Davíð Oddsson og málgangið hans rembast við að halda því fram.

En hvað er það sem Jón Bjarnason óttast? – að þjóðin segi já – þegar samningurinn liggur fyrir – við því að almenningur í landinu neyðist til að hætta að verja krónuna með verðtryggingu, að þjóðin segi já svo hún geti haldið áfram að kaupa vörur erlendis frá?

Hvað óttast Davíð Oddsson? að þjóðin segi já svo hún þurfi að þola kreppuástand? – varla sú er nú raunin í dag? ætli hann óttist að vinir hans útgerðamennirnir sem borga undir áróðurspésann sem Morgunblaðið er orðið missi spón úr aski sínum – og þjóðin öðlist frelsi undan minnstu sjálfstæðu mynt veraldar.

Hvað var það nú aftur sem samþykkt var á Alþingi:

,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar“

já .. að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.

Óttinn snýst um að leyfa þjóðinni EKKi að taka upplýsta ákvörðun um ESB – heldur ætla þeir félagar Jón Bjarnason og Davíð Oddsson að hafa vit fyrir þjóðinni og ekki þó með því að hafa koma viti fyrir þjóðina – heldur hreinlega með því að reyna að koma í veg fyrir að hún fái að ráða sér sjálf.

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir