davidDavid Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, verður framsögumaður á opnum umræðufundi í Hátíðasal Háskóla Íslands, fimmtudaginn 20. júní nk. kl. 12.00–13.15. Erindi Lidingtons ber titilinn „The UK and Europe – our road ahead“.
Í framhaldi af erindi ráðherrans munu fara fram pallborðsumræður.

Þátttakendur í pallborði, auk Lidingtons, verða: Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, Sigrún Davíðsdóttir, fréttamaður á RÚV, og Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins. Umræðustjórn verður
í höndum Ólafs Þ. Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins. Fundurinn er haldinn á vegum Háskóla Íslands og breska sendiráðsins á Íslandi og fer fram á ensku.

David Lidington hefur setið á breska þinginu fyrir Íhaldsflokkinn frá árinu 1992 en hann tók við embætti Evrópumálaráðherra í maí 2010.

Allir velkomnir.