Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir framkvæmdarstjóri hættir hjá samtökunum Já Ísland nú um mánaðarmótin.  Hún hyggst klára fæðingarorlof í sumar en svo taka ný verkefni á öðrum vettvangi við með haustinu.

Á næstu dögum verður auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra og er reiknað með að hann hefji störf í byrjun hausts. Sema Erla Serdar verkefnastjóri sinnir daglegum rekstri þar til nýr framkvæmdastjóri kemur til starfa.

,, Bryndís Ísfold hefur sinnt störfum sínum fyrir Evrópusinna af krafti og eldmóði um tveggja ára skeið. Hún hefur nú ákveðið að sinna öðrum verkefnum og óskum við henni alls hins besta í framtíðinni um leið og við þökkum henni góða samfylgd“

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Ísland.