Byggðastefna Evrópusambandsins (e. Regional Policy) er mikilvæg fyrir okkur Íslendinga, með tilliti til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Byggðastefnan er þó ekki auðskiljanleg, en á Evrópuvefnum hefur byggðastefnan og framkvæmd hennar verið útskýrð.

í stuttu máli, kemur fram á vefnum, að  „tilgangur byggðastefnu (Regional Policy) Evrópusambandsins, öðru nafni samheldnistefnu (Cohesion Policy), er að draga úr hinum mikla efnahagslega og félagslega mun á milli svæða sambandsins með því að bæta hag þeirra svæða sem verst eru sett, eins og kveðið er á um í 174. grein sáttmálans um starfshætti ESB (Lissabon-útgáfan). Henni er ennfremur ætlað að stuðla að samræmingu aðgerða til að ná þeim langtímamarkmiðum sem aðildarríkin hafa sammælst um og sett eru fram í áætluninni Evrópa 2020.“

Samkvæmt Evrópuvefnum er „framkvæmd byggðastefnunnar er á sameiginlegu forræði ESB, aðildaríkjanna og svæða innan ríkjanna. Í stuttu máli má segja að fyrir hvert sjö ára tímabil gefi ESB út almennar reglur og leiðbeiningar um hvernig fjármunum byggðastefnunnar skuli varið en aðildarríkin sjálf, og einstök svæði, ákveða endanlega til hvaða verkefna þeir renna í raun.“

„Fyrir tímabilið 2007-2013 er þriðjungi af heildarfjárlögum Evrópusambandsins (347 milljörðum evra) varið til byggðastefnu sambandsins. Markmið stefnunnar eru þrjú:

  • Samleitni (Convergence): Mestum hluta fjármagnsins (81,5 %) er varið til að mæta þessu markmiði. Fjármagnið dreifist á fátækustu svæði sambandsins, þar sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af ESB-meðaltali (appelsínugulu svæðin á neðra kortinu).
  • Samkeppnishæfni svæða og atvinna (Regional Competitiveness and Employment): 16% heildarupphæðarinnar er varið til verkefna sem eiga að auka samkeppnishæfni og atvinnustig á öðrum svæðum (bláu svæðin á neðra kortinu).
  • Samvinna milli svæða (European Territorial Cooperation): 2,5% heildarupphæðarinnar er varið til samvinnu svæða yfir landamæri (á við öll svæði).“
Þá eru „uppbyggingarsjóðirnir (Structural funds) sem notaðir eru til að vinna að markmiðum stefnunnar eru einnig þrír:

  • Byggðaþróunarsjóður Evrópu (European Regional Development Fund, ERDF)
  • Félagsmálasjóður Evrópu (European Social Fund, ESF)
  • Samheldnisjóðurinn (Cohesion fund)“
Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa meira um byggðastefnu Evrópusambandsins geta gert það hér: http://evropuvefur.is/svar.php?id=60482
Þá er hægt að lesa um framkvæmd byggðastefnunnar hér: http://evropuvefur.is/svar.php?id=60503