Carl Bildt utanríkisráðherra SvíaCarl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar var gestur Egils Helgasonar, í Silfri Egils, sunnudaginn 24. mars s.l.

Bildt var í heimsókn á Íslandi í síðustu viku í tengslum við opnun nýs rannsóknaseturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um norðurslóðir og ráðstefnu um norðurslóðamál.

Í Silfrinu sagði Bildt meðal annars:

„að áhrif Svía á alþjóðavettvangi hafa aukist verulega með inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir engan vafa leika á því að fullveldi ríkja styrkist með því að ganga í ESB, en ekki öfugt. Fullveldi Íslands sé skert við núverandi aðstæður, því þeir þurfi að taka við regluverki í gegnum EES-samninginn án þess að hafa áhrif á niðurstöðuna.“

Eyjan tók saman úttekt á viðtalinu. Hægt er að lesa hana hér.

Þá er hægt að horfa á viðtalið með því að smella hér. Viðtalið við Bildt hefst á 58. mínútu (58.40).