Carl Bildt utanríkisráðherra Svía

Einn þekktasti stjórnmálamaður Svía, utanríkisráðherran Carl Bildt, flytur erindi í Norræna húsinu um Evrópusambandið í nútíð og framtíð.

Carl Bildt er fyrrverandi formaður Hægri flokksins í Svíþjóð, en þeirri formennsku gegndi hann á árunum 1986 – 1999. Þá var hann forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1991 – 1994 og hefur verið utanríkisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2006.

Fundurinn er þriðjudaginn 19. mars og hefst klukkan 8.00. Húsið verður opnað klukkan 7.45.

Það verður fróðlegt að heyra hvernig fyrrverandi formaður í systurflokki Sjálfstæðisflokksins, maður sem hefur mikla reynslu af Evrópusamvinnunni, lítur á sambandið.

Sem kunnugt er voru skoðanir í Svíþjóð mjög skiptar um inngöngu og fróðlegt að heyra hvernig einn helsti foringi hægri manna upplifir veru þeirra í ESB.

Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.