Carl Bildt utanríkisráðherra SvíaEinn þekktasti stjórnmálamaður Svía, utanríkisráðherrann Carl Bildt, var á Íslandi nú á dögunum, og hélt meðal annars erindi á opnum fundi í Norræna húsinu, þriðjudaginn 19. mars. Bildt var hér á landi í tengslum við opnun nýs rannsóknaseturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um norðurslóðir og ráðstefnu um norðurslóðamál.

Carl Bildt, er fyrrverandi formaður Hægri flokksins í Svíþjóð, en þeirri formennsku gegndi hann á árunum 1986 – 1999. Þá var hann forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1991 – 1994 og hefur verið utanríkisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2006.

Kvöldfréttir RÚV, ræddu við Bildt á þriðjudagskvöldið. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Þá fjallaði Vísir um heimsókn Bildt´s til Íslands og hafði meðal annars eftir honum að:

„það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar“

Hægt er að lesa umfjöllunina með því að smella hér.

Þá skrifaði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, grein í Fréttablaðið í dag, miðvikudaginn 20. mars, um hvað stóð upp úr nýafstaðinni heimsókn Bildt´s. Þá grein er hægt að lesa með því að smella hér.

Loks er vert að benda á að Carl Bildt verður í Silfri Egils næstkomandi sunnudag.