Um áramótin létu Pólverjar af formennsku ráðherraráðs Evrópusambandsins sem þeir höfðu gegnt síðasta hálfa árið og fengið lof fyrir. Það voru Danir sem tóku við af Pólverjum. Það mun því vera Danmörk sem fer með forsæti ráðherraráðsins næstu sex mánuðina.

Hér er heimasíða dönsku formennskunnar þar sem má meðal annars fylgjast með fréttum af formennskunni: http://eu2012.dk/en/

Hvað gerir ráðherraráðið?

„Ráðherraráðið (e. Council of the European Union) er skipað ráðherrum aðildarríkjanna.Ráðherraráðið fer með löggjafarvald í ESB ásamt Evrópuþinginu, undirritar samninga við önnur ríki og samtök, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í mörgum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald. Hvert aðildarríkjanna á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda. Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrar um landbúnaðarmál, umhverfismálaráðherrar um umhverfismál o.s.frv. Fundir ráðherraráðsins eru undirbúnir af sérstakri nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna í Brussel (f. Comité des représentants permanents, COREPER), en þar eiga sæti sendiherrar aðildarríkjanna gagnvart ESB. Nefndin hefur sér til aðstoðar um 150 nefndir sérfræðinga frá aðildarríkjunum sem undirbúa þau mál sem liggja fyrir ráðinu. Flest mál eru leyst á fundum COREPER og sérfræðinganefndanna og kalla því einungis á formlega samþykkt ráðherraráðsins, en þau mál sem ekki tekst að leysa af COREPER eru tekin til umfjöllunar í ráðherraráðinu. Ráðið tekur ákvarðanir ýmist með einróma samþykki (100% atkvæða), auknum meirihluta (73,9%) eða með einföldum meirihluta (51%) eftir því hvaða málefni er til umræðu. Atkvæðavægi ríkjanna fer eftir stærð þeirra.“

Tekið héðan:  http://www.samband.is/verkefnin/althjodamal/adildarvidraedur-vid-esb/um-stofnanir-esb/