Pólverjar hafa síðustu sex mánuði farið með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, en um er að ræða stöðu sem flyst milli aðildarríkjanna tvisvar á ári.

Í janúar 2012 munu Danir taka við formennskunni og er mikill undirbúningur búinn að vera í gangi. Nú er ljóst að heimasíða formennskunnar er komin í loftið og þar er hægt að fylgjast með stöðu mála.

Hér er heimasíða dönsku formennskunnar: http://eu2012.dk/en