Sendiherra Danmerkur á Íslandi, Søren Haslund, ræðir formennsku Dana í Evrópusambandinu á opnum fundi í Evrópustofu, í dag, mánudaginn 26. mars, milli kl. 17 og 18.

Í erindi sínu ræðir sendiherrann dagskrá formennskunnar og þau atriði sem Danir hafa valið að setja á oddinn, þ.e.a.s. ábyrg, kraftmikil, græn og örugg Evrópa.

Auk þess mun Søren Haslund deila persónulegri reynslu sinni af þátttöku í öllum sjö formennskutíðum Dana í ESB.