Síðastliðin 20 ár hafa Ísland og Noregur hagað þátttöku sínni í Evrópusamrunanum á sama hátt, þ. e. með aðild að EES-samningnum og Schengen samstarfinu, sem og með annars konar samningum við Evrópusambandið.

Í janúar sl. kynnti norska endurskoðunarnefndin um EES-samninginn skýrslu sína sem greinir áhrif samningsins á Noreg og hvernig hann hefur þróast á þessu tímabili. Prófessor Fredrik Sejersted var formaður nefndarinnar og professor Ulf Sverdrup framkvæmdastjóri hennar.

Á opnum fyrirlestri með Fredrik Sejersted og Ulf Sverdrup, á vegum Alþjóðamálastofnunar og norska sendiráðsins, munu meginniðurstöður skýrslunnar vera kynntar.

Fundurinn fer fram þriðjudaginn 27. mars, milli klukkan 12.30 og 13.30 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar.