Framkvæmdastjórn ESB birti nýja hag- og verðbólguspá í vikunni. Í henni kemur fram að aðstæður i efnahagslífinu hafa batnað og horfur aðildirríkja ESB eru almennt góðar. Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember á síðasta ári.

Spáin er í takt við endurskoðaðar hagspár á fleiri hagsvæðum sem gefnar hafa verið út að undanförnu. Í spá framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að búist sé við 0,6 prósenta hagvexti á þessu ári miðað við 0,2 prósent á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Gert ráð fyrir að Þýskaland, stærsta aðildarríki sambandsins, muni leiða vagninn með 2,4 prósenta hagvexti á árinu.

Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hja ESB, sem kynnti hagsspá framkvæmdarstjórnarinnar á þriðjudaginn sagði að eftir samdrátt á seinni hluta síðasta árs sé almennt búist við efnahagsbata á þessu ári. Rehn sagði einnig að efnahagsbatinn væri misjafnan eftir aðildarríkjum. Þau ríki sem glímt hafa við efnahagsörðugleika á síðasta ári muni gera það enn um sinn.

Byggt á frétt sem birtist í Fréttablaðinu 3. mars

Sjá einnig frétt FT um málið.