Kroon er gjaldmiðill Eistlands. Fari allt fram sem horfir hverfur hann af sjónarsviðinu um næstu áramót þegar Eistar verða 17 aðildarríki ESB til að taka upp evruna. Frá þessu markmiði hvika þeir ekki þrátt fyrir þær hremmingar sem evran glímir við. Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið grænt ljós fyrir sitt leyti og mælir með því við ráðherraráð (fjármálaráðherraráð) ESB að það gefi einnig grænt ljós á fundi sínum 13. júlí.

Eistland uppfyllir öll skilyrði þess að taka upp evruna og eistneski fjármálaráðherrann, Jürgen Ligi, segir að jákvæð umsögn framkvæmdastjórnarinnar sé afar mikilvæg og  að:

“Being a part of the eurozone will make Estonia more trustworthy and gives a strong boost to the Estonian economy. However, a conservative financial policy has always been and will be important to us in the future. I am glad that European Commission values Estonia’s choices during the crisis”.

Það er fróðlegt fyrir okkur Íslendinga að horfa til Eista og hvernig þeir horfa á kosti þess að taka upp evru. Þar ræður miklu stöðugleiki en ekki síst það að traust erlendra fjárfesta muni aukast á landinu og þar með örva fjárfestingar.