Eistland varð á miðnætti 17. ríkið til að taka upp evruna. Forsætisráðherran, Andrus Ansip, tók út fyrstu evru seðlana úr hraðbanka.  Hann sagði á þessum tímamótum að um lítið skref væri að ræða fyrir evrusvæðið en að þetta væri afar stórt skref fyrir Eista.

Eistland varð aðili að Evrópusambandið árið 2004, ásamt átta öðrum fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Upptaka Evrunnar, þykir staðfesta að landið hafi nú endanlega slitið böndin við arfleifð Sovéttímans. Tuttugu ár eru liðið frá því að landið öðlaðist sjálfstæði.

Ansip sagði að Eistlendingar þyrftu nú ekki að óttast gengisfellingar framar og landsmenn sínir gætu nú tekið lán á kjörum sem ekki hefðu þekkst áður.  Einnig eru vonir bundnar við að evran auki erlendar fjárfestingar í landinu.

Sjá umfjöllun á BBC.