Stærstu farsímaframleiðendur í heimi hafa komist að samkomulagi um að framleiða síma sem nota eins hleðslutæki. Framkvæmdastjórn ESB átti frumkvæðið að því að móta staðalinn í samvinnu við helstu farsímaframleiðendur í heiminum.

„Í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að í byrjun hafi tíu framleiðendur samþykkt að micro-USB tækni verði ráðandi við hleðslu rafhlaðna og gagnaflutninga. Þar á meðal eru framleiðendur á borð við Apple, Motorola, Nokia, Qualcomm, Research In Motion (Blackberry), Samsung og Sony Ericsson“.

Fyrstu tæknin sem uppfylla nýjan staðal verða fáanleg í byrjun næsta árs, en micro-USB tengi eru nú þegar nokkuð algeng í svokölluðum snjallsímum. Samhæfð hleðslutæki í farsíma munu auðvelda notendum lífið og draga úr umhverfismengun, þar sem sjá mun fyrir endann á að gömul hleðslutæki hrannist up til förgunar í hvert sinn sem fólk skiptir um farsíma.

Byggt á frétt sem birtist á visir.is