Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja fram tillögur um endurskoðun á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins í júlí. Stefnt er að því að þær muni koma til framkvæmda árið 2013.

Í tillögunum er lagt til að tekið sé upp kvótakerfi í sjávarútvegi þannig að skip fái úthlutað veiðikvóta til að minnsta kosti 15 ára. Eitt helsta markmið nýju tillagnanna er að útrýma brottkasti með því að taka upp kvótakerfi þar sem úthlutun kvóta byggir á því hve mörgum fiskum sé landað en ekki á því hve margir séu veiddir.  Í núverandi kerfi er allt að helmingi aflans kastað fyrir borð sökum þess að mörg skip eru án kvóta eða fiskurinn sem veiðist er of smár. Í framtíðinni munu öll skip þurfa að landa veiddum afla og hann miðast þá við kvótaúthlutun.

Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hefur verið í gildi í 28 ár og meginmarkmið hennar er að tryggja sjálfbærar veiðar og viðhalda sterkum stofnum.

Aðildarríki ESB eru um þessar mundir að ræða tillögurnar í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og umhverfissamtök.

Það verður áhugavert að sjá hverning endanleg útkoma úr þessu ferli mun líta út  næsta sumar.

BBC er með ítarlega fréttaskýringu hér