„Sannleikurinn er sá að Evrópusambandið er bandalag um viðskipti og innbyrðis samskipti. Markmiðið er að efla viðskipti milli landa álfunnar, þannig að þau verði svo háð hvert öðru, að innbyrðis stríð sé óhugsandi. Reynslan hefur sýnt að eftir að Efnahagsbandalagið, sem var forveri Evrópusambandsins, hefur einmitt það gerst sem stofnendur vildu: Frjáls viðskipti hafa vaxið þannig að nú eru þau regla en ekki undantekning. Það sem meira er: Friður hefur haldist í 65 ár.”

Þetta skrifar Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, m.a. í nýjasta tölublað Iðnaðarblaðsins.

„Verðbólgan verður minni og sveiflur í efnahag meiri. Í stað þess að hafa mynt sem selst á helmingi af opinberu verði erlendis fengjum við alvörugjaldmiðil sem allir vilja.”

Greinina má lesa í heild sinni í Iðnaðarblaðinu.