Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, situr fyrir svörum á opnum fundi í Evrópustofu, þriðjudaginn 30. október kl. 17-18 í Reykjavík.

Fundurinn er haldinn í kjölfar sjöundu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem lauk nýverið í Brussel. Á ríkjaráðstefnunni í síðustu viku voru opnaðir þrír samningskaflar til viðbótar í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og hefur nú alls 21 kafli verið opnaður af þeim 33 sem semja þarf um. Samningum er lokið um 10 kafla og hefur þeim verið lokað aftur til bráðabirgða. Enn á eftir að opna 12 kafla í viðræðunum en næsta ríkjaráðstefna er fyrirhuguð í lok desember á þessu ári. Meðal kafla sem hafa ekki verið opnaðir eru kaflarnir um sjávarútveg og landbúnað, sem ýmsir telja að geti orðið erfiðir.

Fundurinn með Stefáni Hauki í Reykjavík fer fram í húsnæði Evrópustofu að Suðurgötu 10. Fundurinn er opinn almenningi, veitingar verða í boði og allir velkomnir!
Hér er viðburðurinn á facebook: http://www.facebook.com/events/372263912861991/