Þriðjudaginn 17. janúar hefjast hádegisfundir Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á ný, en fundirnir eru haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir.

Á þessum fyrsta fundi nýs árs munu alþingsmennirnir Helgi Hjörvar og Tryggvi Þór Herbertsson ræða krónuna og framtíðina. Fundarmenn eru hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði.